Í mars 2016 var 89 skjölum um kaupsamninga og afsöl varðandi atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var 7,4 milljarðar króna. Af þessum skjölum voru 39 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár .

Á sama tíma var 58 skjölum um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins þinglýst. Heildarfasteignamat seldra eigna var rúmur milljarður króna.

Alls voru 53 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá á tímabilinu. Heildarupphæð þeirra var 5,3 milljarðar króna. Á sama tíma voru 24 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins skráðir í kaupskrá. Heildarupphæð þeirra var 653 milljónir króna.