Bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefur ákveðið að útdeila um 70 lyfjategundum ókeypis til atvinnulausra, þar á meðal stinningarlyfið Viagra. Að því er kemur fram í frétt bandaríska blaðsins USA Today þurfa þeir sem fá lyfin að uppfylla ýmis skilyrði áður en þeir geta notið þessara kjara.

Eitt skilyrði er að viðkomandi hafi misst vinnuna eftir 1. janúar sl. og hafi ekki heilsutryggingu til að borga fyrir lyf. Þeir sem uppfylla skilyrðin fá ókeypis lyf í eitt ár eða þar til þeir hafa náð heilsu á ný. Tilboðið tekur gildi frá og með  1. júní næstkoandi.