Tala atvinnulausra í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi, frá júlí til september, nemur 1.96 milljónum og fækkaði þeim á tímabilinu um 115 þúsund talsins. BBC News greinir frá þessu.

Er þetta átjándi ársfjórðungurinn í röð sem atvinnulausum fækkar í landinu. Einnig sýndu mælingar að vöxtur meðallauna var yfir verðbólgu í fyrsta sinn í fimm ár.

Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Bretlandi frá árinu 2008. Á fyrri helmingi ársins fækkaði atvinnulausum um 538 þúsund, sem er mesta fækkun á slíku tímabili síðan mælingar hófust.