Skráð atvinnuleysi í júní 2012 var 4,8% en að meðaltali voru 8.704 atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 1.122 að meðaltali frá maí eða um 0,8 prósentustig.

Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 838 að meðaltali og konum um 284. Atvinnulausum fækkaði um 592 á höfuðborgarsvæðinu en um 530 á landsbyggðinni. Atvinnuleysið var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5% í maí. Atvinnuleysið var 4,3% meðal karla og 5,3% meðal kvenna.

Alls voru 1.587 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok júní, þar af 902 Pólverjar eða um 57% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mánaðarins. Í maílok s.l. var 1.731 erlendur ríkisborgari á atvinnuleysisskrá og fækkar því um 144 erlenda ríkisborgara á atvinnuleysisskrá. Flestir atvinnulausra erlendra ríkisborgara voru starfandi í byggingariðnaði eða 235.