Atvinnulausum fjölgaði um 13.000 í Bandaríkjunum á milli vikna í síðustu viku og er þetta önnur vikan í röð sem röð atvinnulausra lengist vestanhafs. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum hafa eftir sérfræðingum að þetta sé þvert á væntingar og geti verið vísbending um að fyrirtæki séu byrjuð að segja fólki upp á nýjan leik auk þess sem ráðningar voru færri en gert var ráð fyrir. Af þeim sökum er ekki útilokað að atvinnuleysi muni aukast í þessum mánuði.

Atvinnuleysi mældist 8,2% þar í síðasta mánuði og hefur það ekki verið lægra í fjögur ár. Það var 8,3% í febrúar og bjuggust fáir við að atvinnuþátttaka myndir aukast.

Bloomberg-fréttaveitan bendir á að 8,2% atvinnuleysi í Bandaríkjunum merki að þar í landi mæli 3,25 milljónir manna göturnar.