Atvinnulausum fækkaði um 1.100 í júní samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Vonir standa til þess að atvinnuleysi á ársgrundvelli fari ekki yfir 8,5% á þessu ári. Atvinnuleysi minnkar iðulega á sumrin og því er að hluta a.m.k. um árstíðarbundna sveiflu að ræða. Atvinnuleysi frá því haustið 2008, þegar bankarnir féllu, hefur farið vaxandi. Á þessu ári hefur það þó verið minna en í fyrra ef bornir eru saman maí- og júnímánuðir. Mest hefur atvinnuleysi mælst um 10% en á ársgrundvelli hefur það þó verið nokkuð lægra, í kringum 9%.