Fjölda þeirra sem sótti um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fækkaði um 27 þúsund í síðustu viku. Enda þótt ein ástæðan sé rakin til þess óveðurs sem geysaði yfir Bandaríkin á þessum tíma, þá er fækkunin samt sem áður einnig talin benda til þess að bandaríski vinnumarkaðurinn sé farin að taka við sér.

Hins vegar höfðu hagfræðingar á Wall Street búist við mun meiri fækkun en varð raunin og voru spár þeirra á bilinu 35 þúsund til 328 þúsund. Í síðasta mánuði jókst atvinnuleysi úr 4,5% upp í 4,6%, sem er engu að síður fremur lágt hlutfall í sögulegu samhengi í Bandaríkjunum.