Atvinnuleysi í nóvember var 2,4 prósent samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands . Þar kemur einnig fram að að jafnaði voru 201.900 manns á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði, sem jafngildir 84,2 prósent atvinnuþátttöku. Af þeim voru 197.200 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit.

„Samanburður mælinga fyrir nóvember 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 1,3 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 11.500 og hlutfallið af mannfjölda hækkaði um 2,2 stig. Atvinnulausum fækkaði um 2.100 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 1,2 prósentustig,“ segir í frétta á vef Hagstofunnar.