Í marsmánuði síðastliðnum voru skráðir 87.300 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 3.799 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,6% atvinnuleysi, en áætlaður mannafli á vinnumarkaði skv. áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis í mars 2005 er 146.035.

Meðalfjöldi atvinnulausra var 8,6% minni í mars en í febrúar sl. eða að meðaltali 356 færri en í febrúar og 1192 færri en í mars árið 2004 segir í frétt Vinnumálastofnunar.