Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar mældist atvinnuleysi á landinu öllu 2,7% í desember síðastliðnum og jókst atvinnuleysi um 0,1% frá fyrri mánuði en dróst hins vegar saman um 0,4% ef miðað er við sama mánuð 2003. Ef litið er til árstíðarleiðrétts atvinnuleysis ? 12 mánaða hlaupandi meðaltals ? þá hefur atvinnuleysi ekki verið lægra frá fyrstu mánuðum 2002.

Fjöldi lausra starfa nam alls 727 í desember en miðað við 390 í desember 2003, en aukningin skýrist aðallega af mikilli fjölgun starfa á Austurlandi. Vinnumarkaðurinn virðist því vera að rétta hægt og rólega úr kútnum með vaxandi efnahagsumsvifum segir í Hálffimm fréttum KB banka.