Atvinnuleysi mældist um 7,0% í apríl síðastliðnum en fjöldi atvinnulausra var um 1.700 manns, samkvæmt samkvæmt tölum Hagstofunnar .

Þá hafa óleiðréttar unnar vinnustundir aldrei mælst færri í sögu samfelldrar vinnumarkaðsrannsóknar frá 2003 eða um 34,8 stundir. Hið sama á við um mælingar á atvinnuþátttöku og hlutfalli starfandi sem hafa aldrei verið lægri síðan 2003.

Hagstofan áætlar að um 195 þúsund manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í apríl síðastliðnum. Þar af er áætlað að um 13.700 (±2.800) hafi verið án vinnu og í atvinnuleit. Óleiðrétt atvinnuleysi mældist því um 7,0% með 1,4% vikmörkum.

Þegar á heildina er litið eru áhrif Covid-19 á íslenskan vinnumarkað því greinileg í apríl. Samanburður við apríl 2019 leiðir í ljós að atvinnuleysi hefur aukist um 3 prósentustig milli ára en hlutfall starfandi lækkað um 8,8 prósentustig og atvinnuþátttaka um 6,8 prósentustig.

Um 62.200 manns, voru skráðir utan vinnumarkaðar í apríl en það er um 39% aukning frá fyrra ári. Fjölda starfandi fólks hefur lækkað úr 204 þúsund í 181 þúsund, með um 2-3% vikmörk, miðað við óleiðrétta mælingu Hagstofunnar.