Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú 9,8% en það er hærra en væntingar voru um.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Störfum í einkageiranum fjölgaði aðeins um 50 þúsund í nóvember en þeim fjölgaði um 172 þúsund í október.  Þessar lélegu tölur ollu því að dalurinn veiktist gagnvart helstu myntum.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur verið yfir 9% frá maí 2009, eða í nítján mánuði.