Skráð atvinnuleysi á Spáni komst upp í 13,9% á síðasta ársfjórðungi 2008. Á því tímabili voru 3,2 milljónir manna á atvinnu, næstum 1,3 milljónum fleiri en í sömu mánuðum árið áður. Atvinnuleysi innan evru-svæðisins er og hefur verið mest á Spáni.

Spænska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að atvinnuleysið komist hæst í 15,9%, en Evrópusambandið spáir því að það geti orðið 19% þar í landi, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Hrun á fasteignamarkaði hefur komið af stað verðhjöðnun og eru ferðamanna- og þjónustugeirinn í veikri stöðu. Þá hefur samdráttur í bílaframleiðslu erlendra fyrirtækja á Spáni skapað atvinnuleysi.

Merki eru um að margir séu hættir að leita sér að vinnu.