Alls voru að meðaltali 12.553 manns án atvinnu í maímánuði og jafngildir það 7,4% atvinnuleysi. Þetta kemur fram í tölum sem Vinnumálastofnun birti rétt í þessu. Stofnunin hafði spáð 7,4-7,8% atvinnuleysi í mánuðinum og er atvinnuleysið því við neðri mörk spárinnar. Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 709 í maí, eða 0,7 prósentustig. Í maí í fyrra var atvinnuleysið 8,3% og í maí 2009 var það 8,7%. Af þessu má ráða að atvinnuleysi virðist vera að gefa eftir.

Talsvert stærra hlutfall höfuðborgarbúa, 8,2%, voru atvinnulausir en íbúa landsbyggðarinnar, 6,1%, en atvinnleysi var þó mest á Reykjanesi, 12,2%. Þá var það meira á meðal karla, 7,7%, en kvenna, 7,1%.