Umsóknum um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fækkaði um níu þúsund í síðustu viku og er það fjórða vikan í röð sem þeim fækkar. Það þykir sýna fram á að atvinnumarkaðurinn hafi farið kröftuglega af stað í maí, eftir að hafa verið lítilfjörlegur í byrjun apríl. Nú eru 297 þúsund manns á skrá atvinnulausra og hafa ekki verið færri síðan 13. janúar síðastliðinn.

Fjögura mánaða meðaltalið lækkaði um 11.500 niður í 317.250, en greiningaraðilar líta helst til meðaltalsins til að greina ástand atvinnumarkaðarins.