Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 4,4% í apríl og hefur það ekki verið lægra síðan en í maí 2007 eða í 10 ár. Til urðu 211 þúsund ný störf á mánuðinum, samanborið við 79 þúsund störf sem urðu til í mars. CNN Money greinir frá.

Atvinnuleysi var heljarmikið árið 2009 þegar það náði 10%. Að sögn sérfræðinga er atvinnustaðan sú að Bandaríkin væru nálægt náttúrulegu atvinnuleysi. Laun hækkuðu um 2,5% í apríl í Bandaríkjunum samanborið við fyrri mánuð.