Atvinnuleysi mælist nú 7,8% í Bretlandi og er það óbreytt staða á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Fram kemur í umfjöllun breska viðskiptablaðsins Financial Times að niðurstaðan sé í takt við væntingar þótt einhverjir hafi jafnvel búist við að atvinnuleysi gæti farið upp í 7,9%.

Hlutfall atvinnulausra merkir að 2,5 milljónir manna eru án atvinnu í Bretlandi og hefur staðan vart verið verri síðan árið 1971.