Skráð atvinnuleysi var 5% og jókst um 0,2 prósentustig frá janúar samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar . Að jafnaði voru 9.162 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í febrúar og fjölgaði um 354 frá janúar. Alls voru 3.472 fleiri á atvinnuleysisskrá í febrúar 2020 en í febrúar árið áður.

Atvinnuleysi fór síðast í 5% í mars 2013 samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar. Ekki hafa fleiri verið atvinnulausir í febrúarmánuði frá árinu 2012.

Óttast er að atvinnulausum muni fjölga áfram á næstunni vegna stöðunnar í hagkerfinu. Vinnumálastofnun gerir þó ráð fyrir aðí atvinnuleysi aukist minni í mars en í febrúar og atvinnuleysi í þessum mánuði verði á bilinu 5,0% til 5,2%. Greiddar voru 2,6 milljarðar króna í atvinnuleysistryggingar í febrúar.