Atvinnuleysi mældist 7,4% í maí, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar . Þetta er 1,6% minnia atvinnuleysi en í maí í fyrra þegar það mældist 8,8%. Í Vinnumarkaðsrannsókninni kemur fram að að jafnaði voru 190 þúsund manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 176 þúsund starfandi og 14.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist því 83,7%, hlutfall starfandi 77,5% og atvinnuleysi var 7,4%.

Fram kemur í tölunum að atvinnuleysi hefur ekki mælst minna síðan í maí árið 2008 þegar það var 4,3%.

Hagstofan bendir á að atvinnuleysi mælist alltaf í hæstu hæðum í maí á hverju ári þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn í leit að starfi.