Atvinnuleysi á evrusvæðinu er nú í sögulegu hámarki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Evrópu mælist atvinnuleysið nú 10,7% en 16,9 milljón einstaklinga á svæðinu eru án atvinnu.

Hæst er atvinnuleysið á Spáni eða 23.3% en lægst í Austurríki þar sem það er 4%. Í gögnum hagstofunnar kemur jafnframt fram að verðbólga á evrusvæðinu hafi verið 2,7% í febrúar og hækkar því úr 2,6% í janúar. Verðbólga á evrusvæðinu hefur verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu síðustu 15 mánuði en en markmiðið er 2%.

Til samanburðar má nefna að atvinnuleysi á Íslandi fyrir árið 2011 var 6,0% á fjórða ársfjórðungi 2011 og verðbólga nú í febrúar 6,3%.