Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 11,1% í aprílmánuði og dróst saman um 0,1% á milli mánaða, samkvæmt opinberum tölum. BBC News greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að könnun frá Markit bendi til þess að fyrirtæki á evrusvæðinu hafi ekki skapað fleiri störf á einum mánuði síðustu fjögur ár. Maí var sjöundi mánuðurinn í röð sem atvinna jókst á svæðinu samkvæmt Markit.

Atvinnuvöxtur mældist í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni, en í síðastnefnda landinu hefur ekki mælst jafnmikill vöxtur síðustu sjö ár.