Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur ekki mælst jafn lágt og það er nú síðan í október 2011. Milli mánaða féll hlutfallið um 0,1 prósentustig, úr 10,5% í 10,4%. Þá voru 49 þúsund manns ráðin til vinnu á tímabilinu - sem þýðir að allt í allt eru um 16,75 milljón manns atvinnulaus á svæðinu.

Talsmaður tölfræðistofnunarinnar Eurostat segir stöðuga lækkun atvinnuleysis vera þá lengstu sem hagsvæðið hefur upplifað síðan á góðærisárunum - en þá lækkaði hlutfall atvinnuleysis stöðugt í 21 mánuð áður en það byrjaði aftur að hækka í júní 2007.

Þó segir heildartalan ekki alla söguna - til að mynda má nefna að í Þýskalandi er atvinnuleysi í heilbrigðum 4,5%, meðan að á Spáni eru fleiri en 20% þjóðarinnar atvinnulausir.