Atvinnuleysi á evrusvæðinu jókst í apríl hefur aldrei verið meira, samkvæmt frétt BBC. Atvinnuleysi mældist 12,2% í apríl en var 12,1% í mars. Alls eru 19,38 milljónir íbúa í evruríkjunum 17 án atvinnu og fjölgaði þeim um 95.000 í apríl.

Í Grikklandi og Spáni er atvinnuleysi yfir 25%, en minnst er atvinnuleysið í Austurríki, eða 4,9%. Atvinnuleysi í Grikklandi mældist 27,0% í apríl en 26,8% á Spáni. Þá er atvinnuleysi í Portúgal 17,8%.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks heldur áfram að vera mjög mikið, en 3,6 milljónir fólks undir 25 ára eru án atvinnu sem þýðir að atvinnuleysi í þessum aldurshópi er 24,4%. Á Ítalíu eru 40,5% ungs fólks án atvinnu.