Atvinnuleysi í Bandaríkjunum fór upp í 6,5% í október, sem er það mesta síðan í mars 1994.

Samkvæmt opinberum tölum fækkaði störfum í Bandaríkjunum um 240.000 í október sl., en þeim hefur fækkað í hverjum mánuði allt þetta ár.

Á fyrstu 10 mánuðum ársins hafa 1,2 milljónir manna misst vinnuna.

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, segir þessar tölur endurspegla þá erfiðu stöðu sem bandarískt hagkerfi er í og að það muni taka tíma fyrir björgunaraðgerðir stjórnvalda að virka.

Greiningaraðilar reiknuðu með að fækkun starfa í októbermánuði yrði um 200.000 og atvinnuleysi yrði 6,3%. Margir spá yfir 8% atvinnuleysi á næsta ári.

BBC greindi frá.