Atvinnuleysi í Bandaríkjunum jókst í júlímánuði, sjöunda mánuðinn í röð. Aðstæður bandarísks efnahagslífs halda því enn áfram að versna.

Atvinnulausum fjölgaði líklega um 75.000, samkvæmt meðalspá greiningaraðila sem Bloomberg hefur tekið saman.

Verðu þetta raunin verður atvinnuleysi komið í 5,6% og hefur þá ekki verið hærra í fjögur ár. Störfum í Bandaríkjunum hefur fækkað um rúmlega hálfa milljón á fyrri hluta ársins.

Lítil virkni á húsnæðismarkaði og lánsfjárkrísan valda væntanlega fleiri uppsögnum í byggingageiranum og hjá fjármálafyrirtækjum á næstu mánuðum.