Heildarfjöldi þeirra sem sækja um atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn í Bandaríkjunum hefur ekki aukist hraðar síðan í september. Í síðustu viku sóttu 850 þúsund Bandaríkjamenn um atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn, samanborið við 716 þúsund vikuna áður. Spár höfðu gert ráð fyrir að um 730 þúsund myndu sækja um bætur.

Hagfræðingar segja að tölurnar séu til marks um versnandi ástanda vestanhafs, að því er segir í frétt CNBC um málið. Tíðindin koma á sama tíma og fjöldi nýrra smita í Bandaríkjunum virðist vera í hámarki en um 227 þúsund manns greindust með Covid-19 þarlendis í gær.

Fjöldi þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur í fyrsta sinn náði hámarki í mars og apríl á þessu ári. Þegar mest lét sóttu tæplega sjö milljónir Bandaríkjamanna um bætur, í sömu vikunni.