Atvinnuleysi mældist 8,2% í Bandaríkjunum í maímánuði. Þetta er 0,1% meira en í apríl, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnumálastofnunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar fjölgaði störfðum í heilbrigðisgeiranum, samgöngum og í verslun en fækkaði í byggingargeiranum.

Um 42,8% atvinnulausra hafa verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Það jafngildir 5,4 milljónum manna.