Atvinnuleysi mældist 6,7% í Bandaríkjunum í fyrra. Þetta er 0,1 prósentustiga aukning á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnumálastofnunarinnar. Þetta er betri staða á vinnumarkaði en reiknað var með því búist var við að mannaráðningar yrðu mun færri en raunin varð.

Fram kemur í umfjöllun bandaríska dagblaðsins USA Today um málið að reiknað hafði verið með því að störfum myndi fjölga um 157 þúsund á milli mánaða. Aukningin nam hins vegar 175 þúsund störfum.