*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 2. nóvember 2011 10:27

Atvinnuleysi fer niður í 4,9% árið 2014

Seðlabankinn spáir að draga muni úr atvinnuleysi á næstu þremur árum. Atvinnuleysið mældist 6,6% í september.

Ritstjórn
Hús í byggingu. Seðlabankinn spáir því að draga muni úr atvinnuleyis á næstu árum.
Aðrir ljósmyndarar

Draga mun úr atvinnuleysi hér á næstu árum og það fara úr 7,3% á þriðja ársfjórðungi niður í 4,9% árið 2014. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Peningamálum Seðlabankans.

Þetta er því sem næst óbreytt spá frá í ágúst þegar Peningamál komu síðast út.

Í ritinu er bent á að leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu mældist atvinnuleysi 7,3% á þriðja ársfjórðungi og hafi það minnkað lítillega frá fyrri fjórðungi. Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar gefi til kynna talsvert kröftugan vöxt atvinnu á þriðja ársfjórðungi eða 3,3% milli ára. Þetta sé meiri vöxtur en spáð hafði verið í ágúst en þá var talið að atvinna myndi aukast um 1,6% frá fyrra ári.

Seðlabankinn gerir ráð fyrir áframhaldandi hægri fjölgun starfa og hjöðnun atvinnuleysis. Spáð er að atvinnuleysi verði rétt yfir 6% meginhluta næsta árs en fari niður í um 5,8 prósent árið 2013 og 4,9% árið 2014