Bandaríski seðlabankinn ætlar að halda stýrivöxtum óbreyttum í námunda við núllið þar til atvinnuleysi fer undir 6,5%. Ben Bernanke, aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti þessa breyttu stefnu bankans á blaðamannafundi í dag. Þetta er fyrsta skiptið í sögunni sem seðlabanki eins af stærstu hagkerfum heims tengir stjórnun peningamála með jafn rækilegum hætti við aðstæður í efnahagslífinu, að því er segir á vef breska dagblaðiðsins Financial Times .

Blaðið hefur jafnframt eftir Bernanke, að hann telji aðgerðina gera stjórn peningamála skiljanlegri fyrir landsmenn og hugsanlega fyrirsjáanlegri en áður. Þrátt fyrir að hann setji mörkin við 6,5% atvinnuleysi þá telur hann það of hátt. Það mældist 7,7% í nóvember. Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi verði á milli 7,8 til 7,9% atvinnuleysi á næstu ársfjórðungum og 7,7% undir lok næsta árs.