At­vinnu­leysi hefur minnkað aðeins í Grikklandi að undanförnu og mæld­ist það 27,3% í apríl sam­an­borið við 27,5% í sama mánuði í fyrra. Grísk yf­ir­völd gera ráð fyr­ir 20 millj­ón­um ferðamanna þar í landi í ár en talið er að fjölgun ferðamanna muni draga úr atvinnuleysi og auka landsframleiðslu.

At­vinnu­leysið er mjög hátt meðal ungs fólks, það mælist 56,3% sem er mun hærra en meðaltalið. Það hefur hins vegar lækkað frá því í fyrra þegar það mældist 58,9%.

Atvinnuleysi hjá konum er einnig hærra en meðaltalið og mælist 30,7%.