Hlutfallslega eru nú langflestir skráðir atvinnulausir á Suðurnesjum eða tæplega 14,4% af áætluðu vinnuafli sem er 11.212 manns. Vestfirðir eru hins vegar enn með langminnst hlutfallslegt atvinnuleysi eða rúmlega 2,3%.

Samkvæmt tölum Fjármálaráðuneytisins er framreiknað áætlað vinnuafl hér á landi á árinu 2009 að meðaltali 167.789 manns, en það er þó aðeins mismunandi milli mánaða. Það þýðir að þar sem atvinnuleysið er komið í 14.145 þá er það í heild orðið rúm 8,4% á landinu öllu.

Að meðaltali er atvinnuleysið hlutfallslega aðeins meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Það er tæplega 8,7% af 106.485 manns á móti rétt rúmlega 8% af 61.303 áætluðum vinnufærum einstaklingum á landsbyggðinni. Annars eru hlutföll atvinnuleysis í dag 10. febrúar 2009 eftir landssvæðum sem hér segir:

Höfuðborgarsvæðið: 9.212 atvinnulausir, eða tæplega 8,7% af 106.485 vinnufærum einstaklingum.

Landsbyggðin: 4.933 atvinnulausir eða rúm 8% af 61.303 vinnufærum einstaklingum.

Suðurnes: 1.609 atvinnulausir eða tæp 14,4% af 11.212 vinnufærum einstaklingum.

Norðurland eystra: 1.341 atvinnulausir eða um 9% af 14.882 vinnufærum einstaklingum.

Suðurland: 918 atvinnulausir eða tæp 7,3% af 12.580 vinnufærum einstaklingum.

Austurland:  375 atvinnulausir eða rúmlega 5,4% af 6.883 vinnufærum einstaklingum.

Vesturland: 434 atvinnulausir eða rúmlega 5,3% af 8.151 vinnufærum einstaklingum.

Norðurland vestra:  167 atvinnulausir eða rúmlega 4,4% af 3.780 vinnufærum einstaklingum.

Vestfirðir: 89 atvinnulausir eða rúmlega 2,3% af 3.814 vinnufærum einstaklingum.