Atvinnuleysi í Bretlandi er núna 2,7% og hefur ekki mælst jafn lítið í áratugi. Töluvert hefur verið um ráðningar að undanförnu og hyggjast vinnuveitendur halda áfram að fjölga starfsfólki sínu. Vegna svo hás atvinnustigs er launaþrýstingur mikill og um þessar mundir og er fastlega búist við því að Seðlabankinn í Englandi halda áfram að hækka hjá sér vextina. Næsti vaxtarákvörðunarfundur bankans er í ágúst næstkomandi en vextir hans eru í 4,5%.