Bandaríkin
Bandaríkin
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum um 117.000 í júlí og atvinnuleysi  er komið niður í 9,1%. Atvinnuleysi var 9,2% í júní. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir að störfum myndi fjölga um 75.000. Störfum fjögaði um 154.000 á almennum vinnumarkaði sem var betri en spár um 113.000 aukningu starfa. Á opinberum vinnumarkaði fækkaði störfum um 37.000.

Samkvæmt fyrstu tölum um júnímánuð var sagt að störfum fjölgaði um 18.000 sem er minnsta aukning á árinu. Í endurskoðuðum útreikningum á aukningu starfa í maí og júní kom í ljós að fjölgunin nam 56.000 fleiri störfum en áður var talið.

Í júlímánuði hafði störfum í Bandaríkjunum fjölgað um 1,7 milljónir síðan 2010 eftir að hafa fækkað um 8,7 milljónir árin 2008 og 2009.