Atvinnuleysi mædlist 8,1% í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki verið minna í þrjú urðu margir fyrir vonbrigðum enda var Barack Obama Bandaríkjaforseti búinn að tala lengi fyrir því að efnahagsbati væri handan við hornið. Það virðist ekki vera raunin. Dræmar viðtökur við atvinnutölunum komu skýrast fram í gengislækkun á hlutabréfamarkaði vestanhafs við upphaf viðskipta.

Til samanburðar mældist hér á landi 7,1% atvinnuleysi í mars.

Samkvæmt fréttum Reuters af málinu bundu markaðsaðilar vonir við að 170 þúsund manns yrðu ráðnir til starfa í mánuðinum. Niðurstaðan var hins vegar 115 þúsund manns.