Nýjar atvinnuleysistölur í Bretlandi gefa til kynna að vinnumarkaðurinn þar á landi sé kominn vel á skrið. Atvinnuleysi, mælt frá ágúst til október á þessu ári mældist 5,2% en það hefur ekki verið lægra síðan í janúar árið 2006. Á sama tíma í fyrra var skráð atvinnuleysi 6%.

73,9% íbúa Bretlands á aldrinum 16 til 64 ára voru starfandi og hefur hlutfall starfandi ekki verið hærra síðan byrjað var að taka saman sambærilegar tölur árið 1971.

Atvinnulausum fækkaði um 110.000 á tímabilinu en um 1.71 milljón manns voru skráðir atvinnulausir frá ágúst til október á þessu ári.

Í tölum frá Hagstofu Bretlands segir að vinnuafli frá öðrum Evrópusambandsríkjum hafi fjölgað á tímabilinu, úr 324.000 í 2,02 milljónir.

Hér er hægt að nálgast gögn Hagstofu Bretlands (e. Office for National Statistics)