Atvinnuleysi Bretlandi hækkaði töluvert í maí og náði sjö mánaða hámarki. Aukið atvinnuleysi kemur í kjölfar samdráttar í hagvexti sem hefur neytt fyrirtæki til að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hagfræðingar höfðu spáð aukningu í atvinnuleysi líkt og verið hefur á undanförnum mánuðum, en raunin varð aukning umfram þær spár. Greint var frá þessu í Hálffimm fréttum Kaupþings