Atvinnuleysi í febrúar mældist 4,7% í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en í febrúar í fyrra mældist atvinnuleysi 7,3%.

Í febrúar í ár voru að jafnaði 178.400 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.000 starfandi og 8.400 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 78,9%, hlutfall starfandi 75,2% og atvinnuleysi var því 4,7%. Atvinnuleysi var 2,6 prósentustigum lægra en í febrúar 2012 en þá var atvinnuleysi 7,3%.

Atvinnuleysi í febrúar 2013 var 4,4% á meðal karla miðað við 7,9% í febrúar 2012 og meðal kvenna var það 5% miðað við 6,6% í febrúar 2012.