Atvinnuleysi jókst nokkuð í Kanada í október og fór upp í 7,3%, samkvæmt hagstofu landsins. Atvinnulausum fjölgaði verulega við uppsagnir hjá framleiðslufyrirtækjum og í byggingariðnaði.

Búist var við því að atvinnuleysi myndi aukast eftir að úr því dró í september þegar yngra fólk settist aftur á skólabekk eftir sumarfrí.

Atvinnuleysistölurnar eru í samræmi við nýbirta hagspá kanadíska seðlabankans sem segir að hægja sé á í efnahagslífi landsins og megi búast við 0,8% hagvöxt á fjórða ársfjórðungi.