Atvinnuleysi mældist 2,8% í október síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Atvinnuleysi í október hefur ekki mælst jafnlítið frá árinu 2007. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 0,8 prósentustig á september og október.

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og hlutfall starfandi 77,5%. á meðan árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi jókst um 0,9 prósentustig.

Leitni árstíðaleiðrétts atvinnuleysis hélst stöðugt síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi dróst saman um 0,2 prósentustig. Benda má þó á að hlutfall starfandi jókst talsvert á síðasta ári.

Áætlað er að 19.500 einstaklingar hafi haft óuppfyllta þörf fyrir atvinnu (slaki) í október sem jafngildir 8,7% af samanlögðu vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Slaki á vinnumarkaði hefur dregist saman um 5,1 prósentustig á milli ára samanborið við október 2021. Árstíðaleiðrétt leitni slaka hefur dregist saman um 0,2 prósentustig síðustu sex mánuði.