Atvinnuleysi mældist 7,1% í september og minnkaði um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði, eða um 549 manns. Að meðaltali voru 11.547 manns atvinnulausir í september.

Atvinnuleysi í september í fyrra var 7,3% . Vinnumálastofnun hefur birt tölur yfir atvinnulausa í september.

Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í september sl. mældist 8,3% og er það sama og var fyrir ári síðan. Eins mælist atvinnuleysi á landsbyggðinni það sama og það gerði í september 2009, eða 5,5%.

Mest atvinnuleysi er á Suðurnesjum. Þar er atvinnuleysi 11,0% og hefur minnkað úr 12,1% frá því fyrir ári síðan.