Í frétt Vegvísi Landsbankans í dag er sagt frá því að atvinnuleysi innan Evrópusambandsins er í sögulegu lágmarki, eða 6,7% og hefur ekki mælst lægra frá því byrjað var að safna gögnum um það 1993. Í ljósi þess að verðbólga á svæðinu hefur ekki mælst hærri í 16 ár þykir afar ólíklegt að stýrivextir Seðlabanka Evrópu verði lækkaðir á næstunni, en þeir eru nú 4%.

Í frétt Vegvísis Landsbankans kemur einnig fram að atvinnuleysi í Þýskalandi, stærsta einstaka hagkerfis Evrópu, hefur minnkað undanfarið og var 7,8% í mars og hefur ekki mælst minna í rúm 15 ár.