Atvinnuleysi mælist nú 6,7% í Þýskalandi samanborið við 7% í síðasta mánuði. Það hefur aldrei verið minna síðan samræmd mæling var tekin upp á evrusvæðinu árið 1998. Þetta jafngildir því að 2,86 milljónir manna í Þýskalandi eru án atvinnu og hafa þeir ekki verið færri síðan árið 2002.

Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hjá ING, segir AP-fréttastofuna tölurnar benda til að eftirspurn á heimamarkaði hafi virkað sem stuðpúði fyrir þýskt efnahagslíf á meðan evrukrísan hafi farið verr með önnur lönd.

Hann telur atvinnuleysistölurnar nú líklega það sem eðlilegt getur talist og geti þær vart lækkað meira.