Í nóvember minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi, sautjánda mánuðinn í röð. Um 3,14 milljónir manna eru nú atvinnulausir í landinu og hefur hlutfall atvinnulausra ekki verið minna síðan í desember 1992. Atvinnleysi í landinu mælist um 7,5%.

Segir í frétt Bloomberg að launahækkanir hafi aukið innlenda eftirspurn í landinu og minna hvíli á herðum útflutningsgeirans í landinu. Til að mynda hefur smásala nú fyrir jólin sjaldan gengið betur.

Af ríkjum Evrópusambandsins þykir Þýskaland í sérflokki í dag og eru efnahagsstærðir þar á allt öðru róli en hjá mörgum öðrum Evrópuríkjum, t.d. Spáni, Ítalíu og Írlandi.