Í október voru 242 án atvinnu á Akranesi, eða um 6,8%. Í september voru þar 197 manns atvinnulausir eða 5,6%. Ástæða aukningar á milli mánaða er fyrst og fremst sú að hvalveiðum lauk á tímabilinu en um 150 manns víðsvegar af Vesturlandi og á Höfuðborgarsvæðinu höfðu atvinnu af veiðunum.

Þetta kemur fram í Skessuhorni sem kom út í gær. Segir að vinnumarkaðsráð Vesturlands fundaði sl. miðvikudag þar sem meðal annars var farið yfir atvinnuástandið á Vesturlandi og rýnt í atvinnuleysistölur.