Atvinnuleysi mældist 7,3% í Bandaríkjunum í október og er það 0,1 prósentustigi meira en í september, samkvæmt upplýsingum bandarísku vinnumálastofnunarinnar. Störfum fjölgaði engu að síður um 200 þúsund á milli mánaða sem þykja jákvæð tíðindi vestanhafs enda talsvert yfir væntingum en almennt var búist við því að störfum myndi fjölga um 120 þúsund.

Flest ný störf urðu til í þjónustu- og afþreyingu.

Fjármálasérfræðingar segja í samtali við breska dagblaðið Guardian vandaræðaganginn í tengslum við fjárlögin í Bandaríkjunum hafi ekki haft teljandi áhrif á atvinnuleysistölurnar eins og óttast var.