Að jafnaði voru 188.100 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar 2015, sem jafngildir 81% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 179.500 starfandi og 8.600 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands .

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,6%.

Samanburður mælinga í febrúar 2014 og 2015 sýnir að þátttaka fólks á vinnumarkaði jókst um tvö prósentustig og fjölgun vinnuaflsins var um 6.900 manns. Starfandi fólki fjölgaði um 6.100 manns og hlutfallið jókst um 1,7 prósentustig. Atvinnulausum fjölgaði um 800 manns og hlutfall atvinnuleysis jókst lítillega eða um 0,2 stig. Atvinnuleysi jókst einnig milli mánaða, en það mældist 4,4% í janúar.