Atvinnuleysi var að jafnaði um 3,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði á árinu 2004 samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi. Að jafnaði voru 4564 manns á atvinnuleysisskrá á árinu. Atvinnuleysi karla var 2,6% og kvenna 3,8%.

Atvinnuleysi karla hefur minnkað töluvert frá árinu 2003 þegar það var 3%, en hefur minnkað minna hjá konum, en það var 3,9% árið 2003.