Nú eru 14.145 skráðir atvinnulausir á Íslandi samkvæmt skrá Vinnumálastofnunar í dag 10. febrúar. Það er um 8,4% af áætluðu meðaltali vinnuafls á árinu 2009. Þar af eru 9.212 á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnuleysið hefur aukist hröðum skrefum.

Á eftir höfuðborgarsvæðinu er atvinnuleysið mest á Suðurnesjum eða 1.609. Þá kemur Norðurland eystra með 1.341 og Suðurland er í fjórða sæti með 918 skráða atvinnulausa. Síðan kemur Vesturland með 434, Austurland með 375, Norðurland vestra með 167 og Vestfirðir hafa svo það jákvæða hlutverk að reka lestina með „aðeins" 89 atvinnulausa.