Atvinnuleysi mældist 10,4% á evrusvæðinu í desember síðastliðnum. Aðrar eins tölur hafa ekki sést í um 24 ár eða síðan í júní árið 1998. Þjóðarleiðtogar í Evrópu lofuðu í gær að gera allt hvað þeir geta til að fjölga störfum á evrusvæðinu.

Til samanburðar mælist hér 7,3% atvinnuleysi í desember.

Reuters-fréttastofan eftir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Dana, sem sat fund leiðtoganna í gær og fjallaði um atvinnumál að mikilvægt sé að grípa til aðgerða til að hagvöxt og fjölga störfum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir hins opinbera.

Reuters-fréttastofan segir vísbendingar um að atvinnulausum eigi enn eftir að fjölga á evrusvæðinu og megi ekki útiloka að hlutfallið nái 11% um mitt árið.

Atvinnuleysistölurnar eru misháar eftir löndum. Það er með hæsta móti á Spáni en þar mælist nú 23% atvinnuleysi. Þar af mælir tæpur helmingur yngra fólks göturnar. Þá er fimmtungur landsmanna án atvinnu í Grikklandi. Lægsta hlutfallið er í Austurríki. Þar mælist atvinnuleysi 4,1%. Í Hollandi er 6,9% atvinnuleysi.